Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Samhengi hlutana

Á 17. júní heldur forsætisráðherra sína hefðbundnu ræðu og kaus nú að tala um sparnað og ráðdeild.   Hver og einn gæti lagt sitt af mörkum með breyttri hegðan.   Á sama tíma stendur ríkisstjórnin fyrir sjónarspili norður á Skaga til að friða öfgasinnaða umhverfissinna.  

Óttinn við að taka óvinsæla ákvörðun var svo mikill að lagt var í umtalsverðan kostnað, eflaust tugi milljóna.  Þetta var einungis gert til þess að koma ábyrgðinni af væntanlegu ísbjarnardrápi  á einhvern annan en auman stjórnmálamann sem ekki þorir að axla pólitíska ábyrgð.

Það er aumt að predika sparnað yfir þjóðinni en vera svo ekki maður til að stoppa svona vitleysu.  Hver á að bæta æðarbóndanum á Hrauni upp tap á komandi árum vegna þess að varpfuglinn mætir ekki aftur á svæðið?   Er í lagi að eyða öllum skattgreiðslum tuga samborgara sinna í heilt ár í svona aðgerðir?

Hvernig á að taka svona fólk alvarlega?


Það verður að venja þá af þessu

Bara aflífa dýrið sem fyrst, ekki eftir neinu að bíða.    Allavega ekki að bjóða honum í flugferð eða siglingu þá fyrst fara þeir að fjölmenna til landsins í von um ævintýri.
mbl.is Ísbjörn í æðarvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin og Sovét

Á mínum skólaárum skrifaði ég ritgerð um það hvernig valdhafar í Kreml stýrðu almenningsáliti og komu í veg fyrir að óæskilegar fréttir rötuðu fyrir almenningssjónir.    Í heimildaöflun fór ég í sendiráð Sovét á Íslandi og fékk m.a. lánaðar sögubækur þar sem vantaði blaðsíður og kafla inn í bækurnar.  Það var ekkert verið að fela ritskoðunina, bara látið nægja að prenta yfir með svörtu svo að síða varð ólæsileg.

Samfylkingin er heldur ekkert að fela það þegar hún lætur gera fyrir sig skoðanakönnun um störf borgarfulltrúa að ekkert er spurt um Óskar Bergsson.   Hann gæti skyggt á Dag og dagurinn má ekki við að lenda í skugga.  Ef að Samfylking ætlar að bera það á borð að hér sé um mistök að ræða þá er það aumt yfirklór.  Þeir tala um tjarnarkvartettinn á tyllidögum, en ekki um tríó svo þeim er fullkomlega ljóst að Óskar er með þeim í minnihlutanum.  

Störf Óskars hafa líka verið með þeim hætti að þeir geta ómögulega hafa gleymt honum, þetta er vísvitandi tilraun til að hafa áhrif á skoðanir almennings og það á að reyna að tryggja eftir föngum að enginn skyggi nú á goðið.

Eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni og hér eru tekin upp gömlu Sovét vinnubrögðin, enda eitthvað sem þeir kunna vel.


Sammála

það eru engar tilviljanir þegar maður verður fyrir því æ ofan í æ í sömu versluninni að það er ekki sama verð á kassa og í hillu.   Það eitt er nógu slæmt þó svo að ekki komi til óverðmerktar vörur eða verðmerkingar á hillu sem áttu við vörurnar sem voru í hillunni fyrir 6 mánuðum síðan.

Nú eru komnar rafrænar verðmerkingar sem auka enn á óöryggi þar sem það er engin trygging fyrir því að vara hækki ekki frá því að þú tekur hana úr hillunni og þar til þú kemur á kassann, og þú á í engri aðstöðu til að tala fyrir máli þínu þar sem verð breytist á hillumerkingu um leið og á kassa.

Það vantar alveg nýjar reglur sem annaðhvort bannar verðbreytingar á opnunartíma eða gerir þá kröfu að þær verðbreytingar séu loggaðar og að viðskiptavinir hafi aðgang að logginu og geti þannig séð hvort og hvenær verði var breytt.

Eins og ég sagði í upphafi það eru engar tilviljanir þegar gerð er tilraun til að svindla á fólki æ ofan í æ og því full ástæða til að setja strangar reglur sem vernda neytendur fyrir óprúttnum verslunareigendum.


mbl.is Vill nefna verslanir sem verðmerkja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir 1.000 milljónir út um gluggan ?

Það liggur þá ekki beinast við að aðrir aðilar taki upp keflið þar sem Reykvíkingar gáfust upp.  Nú hljóta aðrir orkuframleiðendur að velta því fyrir sér hvort sú vinna og það fjármagn sem OR hefur lagt í undirbúning Bitruvirkjunar sé falt.  

Varla ætla borgarfulltrúar íhalds og borgarstjórinn að setja sig upp á móti því að almannafyrirtæki eins og Orkuveitan fái fyrir útlögðum kostnaði sé þess nokkur kostur.   Reykvíkingar geta heldur ekki setið á landi í öðru sveitarfélagi sem það hefur ætlað til orkuöflunar og meinað öðrum orkufyrirtækjum sem vilja koma að málinu að taka yfir.


mbl.is Ákvörðun um að hætta við Bitruvirkjun ekki endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aulaskapur

Nú þegar verð á olíu á alþjóðlegum mörkuðum hefur verið að lækka hefði maður haldið að við fengjum að njóta þess á klakanum.  En ó nei aularnir í ríkisstjórn og Seðlabanka eru búnir að klúðra þeim litla goodwill sem við fengum þegar seðlabankar norðurlandanna réttu okkur hjálparhönd um daginn.   Markaðurinn hefur greinilega enga trú á því að Geir Haarde hafi burði eða getu til að ná tökum á ástandinu og allt er komið í fyrra horf.

sveiattann


mbl.is Bensínverð hækkaði í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kræst.........

http://gvald.blog.is/blog/gvald/entry/558386
mbl.is Ísbjörn: Ráku upp stór augu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að ?????

Fólk lætur eins og hér sé um kött að ræða.   Það er verið að tala um fullvaxinn ísbjörn... HALLÓ

Ef dýrið hefði horfið inn í þokuna og týnst .... hver veit hvar það hefði komið fram næst, kannski á leikskólanum á Skagaströnd.

Er fólk orðið svo gjörsamlaga rammvillt í umhverfisfasismanum að það getur ekki séð hlutina í samhengi.   Hvernig haldið það að börnum á svæðinu hefði liðið vitandi af 700kg ísbirni á ráfi?  

Á þessu svæði er bæði sauðfé með lömb, og hestar með folöld, en það skiptir kannski engu máli þó að lífviðurværi sveitavargsins sé í hættu bara ef liðið í sófunum fyrir sunnan með umhverfisvitundina á hreinu getur sofið rótt.

kræst.........


mbl.is Deyfilyf ekki til í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamir menn Skagfirðingar

Meiri hagsmunir voru teknir fram yfir minni hagsmuni og dýrið fellt.   Skynsamir menn Skagfirðingar sem halda haus og fara ekki á taugum.  Þeir sem láta öfgafulla sófakomma í leit að hugsjón villa sér sýn eru allt of margir á Íslandi í dag og gott að vita að það eru enn til menn sem standa í lappirnar og leggja kalt mat á hlutina.
mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunamat

Það verður auðvitað að friða blessaðan björninn, það má ekki fórna minni hagsmunum fyrir meiri.  Þó svo að það fari kind og kind í ísbjarnarmaga og jafnvel að kall og kall falli fyrir bangsa þá er hér um aðdráttarafl fyrir ferðaþjónustu að ræða og því nauðsynlegt að friða dýrið.... er það ekki?


mbl.is Ísbjörn við Þverárfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband