Getur Samfylkingin afnumið þingræðið þegar hentar?

Á Íslandi höfum við hingað til talið að stjórnarfarið væri þingræði, þótt það standi ekki berum orðum í stjórnarskránni. Gjörningar dagsins hljóta að vekja upp spurningar um hvort svo sé enn, hvort ekki sé komið á stjórnarfar ráðherraræðis, þar sem hver ráðherra fylgir eigin stefnu, sé einvaldur á sínu sviði, óháð vilja þings og óháð vilja annarra ráðherra. Ákvörðun Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og sérstaklega viðbrögð ráðherra Samfylkingarinnar í kjölfarið virðast styðja það.

ISG sagði að Einari K Guðfinnssyni hefði verið fullkunnugt um afstöðu Samfylkingarinnar áður en hann gaf út hrefnuveiðikvóta. Einar hefur sem sagt vitað að hann gæfi reglugerðina út í óþökk samstarfsflokksins.

Gott og vel. Það er ekki mikið teamwork í því hjá Einari. Það hefur svosem gerst áður, t.d. þegar lánsfjárhlutfall íbúðalánasjóðs var hækkað á ný í 90% fyrir síðustu kosningar.

Allir ráðherrar samstarfsflokksins telja ástæðu til að senda út fréttatilkynningu á 2 tungumálum, íslensku og ensku til að segjast ekki styðja ákvörðun ráðherrans og opinbera þar með trúnaðarbrestinn og ágreininginn. Þeir taka það fram að honum sé fullheimilt að taka þessa ákvörðun. Það er rétt samkvæmt valdbeitingartúlkun laga, en ef lesið er í tilgang laga, þmt stjórnarskrárinnar getur það ekki verið tilfellið að allt í lagi sé að ráðherrar séu innbyrðis ósammála, amk opinberlega.

Utanríkisráðherra segist ætla að verja gjörðirnar á erlendri grundu, með vísan í sjálfbærni veiðanna. Hún ætlar sem sagt ekki að verja þær með tilliti til annarra atriða, eins og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar eða með vísan í bókun okkar við endurinngöngu í hvalveiðiráðið þar sem stefna Íslands er lögð skýrt fram.

Þriggja spurninga verður í það minnsta að leita svara við í framhaldinu

  1. Nýtur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra trausts til að sitja áfram í embætti? Mun Samfylkingin verja hann vantrausti í ljósi gjörða hans?
  2. Hver er trúverðugleiki utanríkisráðherra sem ætlar að verja stefnu sem viðkomandi hefur lýst andstöðu við? Er henni sætt í embætti þegar hún hefur sjálf vakið athygli á því að hún ætli að tala gegn eigin sannfæringu í málinu og lagt krók á sig til að eftir því verði tekið erlendis?
  3. Hvaða stefnu fylgja starfsmenn Utanríkisráðuneytisins þegar þeir fara á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins. Stefnu yfirmanns síns eða þeirri stefnu Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem telur sig vera að fylgja þeirri stefnu sem Alþingi hefur markað?

Hvergi er minnst á hvalveiðar í stefnu Samfylkingarinnar sem samþykkt var á síðasta landsfundi, þannig að efast megi um að þingmenn flokksins hafi ekki umboð til að hafa þessa afstöðu, sérstaklega í ljósi þess að Samfylkingarþingmenn stóðu að þingsályktunartillögu um endurupptöku hvalveiða á sínum tíma, sem ekki hefur verið breytt og er því stefna Alþingis í málinu, sem í þingræðisríkjum er bindandi fyrir ráðherra, sem ber að framkvæma þá stefnu sem Alþingi markar..

Ráðherrar Samfylkingarinnar telja sig ekki bundna af þeirri stefnu, þótt þeir fari með framkvæmdavaldið, sem þeim bæri að fylgja teldu þeir sig búa við þingræði. Yfirlýsing ráðherra Samfylkingarinnar er sem sagt að þeir telji sig ekki búa við þingræði.

Þetta er tímamótadagur í íslenskri stjórnmálasögu.

Árni Mathiesen sagði aðspurður á þingi í fyrrasumar

http://www.althingi.is/raeda/134/rad20070613T105105.html

Hitt málið sem var nefnt eru hvalveiðarnar. Ég var dálítið hissa á því hvernig hv. þingmenn tóku þær inn í þessa umræðu eins og þær væru eitthvað sem hefði átt að semja um á milli ríkisstjórnarflokkanna. Ég held að hv. þingmenn séu búnir að gleyma á hvaða forsendum hefur verið unnið í hvalveiðimálum á undanförnum árum. Það er unnið á forsendum þingsályktunar frá Alþingi frá 1999. Hún var þingmannamál og það voru svo margir þingmenn á þeirri tillögu að ég man eiginlega ekki hvað þeir voru margir. Þeir muna það sem eru í salnum og voru á tillögunni, en ég man að 1. flutningsmaður var núverandi hæstv. sjávarútvegsráðherra. Ég var einn af flutningsmönnum tillögunnar og það voru flutningsmenn úr öllum flokkum á þessari tillögu. Á grundvelli hennar hefur verið unnið og ég held að hv. þingmenn ættu að muna það að forsendurnar (Forseti hringir.)voru lagðar hér af hv. Þingmönnum


Tvískinnungur

Geir Haarde hefur sagt hér heima að fólk eigi að halda að sér höndum, ekki taka lán heldur spara á meðan kreppan gengur yfir.   Það hentar greinilega ekki glansmyndinni sem hann vill setja upp í útlöndum og þar kveður við annan tón.

Nú blasir það við að hér er samdráttur, samdráttur á húsnæðismarkaði, samdráttur í sölu nýrra bíla, samdráttur í veltu með kort og svo mætti áfram telja.   Markmiðið með háum stýrivöxtum er jú að draga úr eftirspurn og nú hefur dregið úr eftirspurn það er ekki um það deilt.

Ef forsætisráðherra hefur af því áhyggjur að hjól smærri fyrirtækja séu að stöðvast og heimilin og einstaklingar að lenda í kröggum er rétt að hann segi það hér á landi en ekki í viðtali við erlenda blaðamenn.   Hann getur líka gert ýmislegt til þess að hafa áhrif á þessa þróun, bara ef hann vill.

Hann er hér að finna sér blóraböggul og varpa ábyrgð á ástandinu frá ríkisstjórn og Seðlabanka til bankana.   Honum væri nær að líta í eigin barm, hann segist hafa eitt mest öllum tíma sínum frá áramótum í að hafa áhyggjur af efnahagsmálunum.   

Það er ótvírætt merki um þunglyndi að hugsa bara um vandamálin og gera ekkert.   Ég trúi því ekki að það hafi tekið mest allan tíma forsætisráðherra í fjóra og hálfan mánuð að væla út neyðaraðstoð hjá þjóðum sem hann þiggur hjálp frá í öðru orðinu en gagnrýnir í hinu.

Það getur verið erfitt að kyngja stoltinu.   Þegar forsætisráðherra og Seðlabankastjóri sem hafa ekki nógu sterk lýsingarorð til að lýsa óbeit sinni á Evrópusambandinu geta farið á hnjánum til Seðlabanka Evrópusambandslanda og vælt þar út aðstoð verða þeir að viðurkenna að efnahagsstjórn þessara landa er miklu betri en okkar.   

Heimskreppan sem Geir Haarde vísar til hefur nefnilega líka áhrif í öðrum löndum, t.d. í Svíþjóð og í Danmörku.   Þrátt fyrir það eru Seðlabankar þessara landa aflögufærir og geta rétt þeim Geir og Davíð hjálparhönd þegar þeir hafa lent á skeri.


mbl.is Útlán of lítil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppniskilyrði á húsnæðismarkaði jöfnuð.

Jahá,  þetta þýðir væntanlega að formaður Samfylkingar telur að Íbúðalánasjóður hafi forskot á bankana í húsnæðismarkaði og það sé mikilvægt hlutverk jafnaðarmanna í stjórn landsins að binda hendur Íbúðalánasjóðs til að tryggja að hann bjóði nú ekki fólkinu betri kjör en bankarnir. 

Það á að jafna aðstöðu hinna ríku til að arðræna húsnæðiskaupendur í skjóli okurvaxta.  Það á að taka Íbúðalánasjóð af markaði eða takmarka möguleika hans til að lána til almennings og setja þannig landsbyggðina út á guð og gaddinn.

Jafnaðarmennskan hjá formanni Samfylkingarinnar er fyrir hina ríku og kostnað hinna efnaminni. Samfylkingin er komin í einhverskonar keppni við Sjálfstæðisflokkinn í því hver getur gengið lengra í áttina til hægri í efnahagsstjórn.    Það á að styrkja félagslegt hlutverk Íbúðalánasjóðs, en það á að fórna Jóni og henni Gunnu.  Þau geta farið í bankann og undir merkjum jafnaðarmennskunnar greitt okurvexti af lánsfé til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. 

Bankarnir hafa sýnt það og sannað að innkoma þeirra á húsnæðismarkaðinn var eingöngu til þess að koma Íbúðalánasjóði af markaði, losna við óæskilega samkeppni til að geta haldið arðráninu áfram og nú eftir 11 mánuði í stjórn hefur Samfylkingin ákveðið að ganga í lið með fjármagnseigendum og íhaldinu og "jafna samkeppnisskilyrði á húsnæðismarkaði"

Hvar er Jóhanna núna?  Íbúðalánasjóður er á forræði Samfylkingarinnar og það er hennar hlutverk að standa vaktina núna þegar formaðurinn er genginn í björg með íhaldinu.

 


mbl.is Samningur eflir traust og tryggir fjármálastöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ég sammála

Við getum ekki afgreitt alla útlendinga sem eintóma asna þegar kemur að umræðunni um efnahagsmál á Íslandi.   Þessar aðgerðir leysa engan vanda,   mín skoðun er hér


mbl.is „Lengt í hengingaról Íslendinga"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan liggur fyrir dauðanum

Seðlabankinn hefur gert samninga við félaga sína á norðurlöndunum um að þeir geymi krónur og láti af hendi evrur í staðinn.   Þetta er sagt gert til þess að tryggja lausafjárstöðu Seðlabankans. 

Hversvegna bankinn þarf allar þessar evrur er spurning sem eftir stendur, kannski til að verja krónuna þegar Jöklabréf falla á gjalddaga næst?    Það er ljóst að ef keyptar eru krónur fyrir evrurnar eru þær ekki lengur gjaldeyrisvarasjóður og varla fara bankarnir að taka þær að láni .  Síðar kemur svo að skuldadögum og bankinn þarf að kaupa evrur til að skila til Skandinavíu og fá krónurnar  heim þar sem þær eru jú engum til gangs í Skandinavíu.

Hér er verið að slá sig til riddara með því að pissa í skóinn og fresta vandanum, hann fer ekkert þrátt fyrir þessa samninga.   Sálræn áhrif þess að loksins var eitthvað gert vara eflaust í viku eða tíu daga og svo fellur allt í sama farið.

Eftir stendur að Seðlabankinn, með þá Halldór Blöndal, Hannes Hólmstein og Ragnar Arnalds í stjórn og Davíð Oddsson sem aðalbankastjóra ýta vandanum á undan sér og vonast til að einn daginn hverfi hann af sjálfu sér.  Evru og Evrópuumræðan er svo skrambi óþægileg og vond fyrir Flokkinn.

Hvenær ætla mennirnir að skilja það að Styrmir Gunnarsson skrifar ekki vandann út af borðinu í leiðurum, Reykjavíkurbréfum eða Staksteinum.   Morgunblaðið er ekki lengur gerandi í íslensku efnahagslífi, þeir dagar eru liðnir og koma sem betur fer aldrei aftur.

 


mbl.is Skiptasamningar gilda út árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú meiri aðstoðin

Magnús er aðstoðarmaður formanns frjálslyndra og með einstrengilegum skoðunum og greinilega fullkomnum skorti á samráði hefur hann hrakið eina bæjarfulltrúa flokksins úr flokknum.

Ef að ég væri formaður í flokki með svona aðstoð myndi ég nú hugsa minn gang og losa mig hið snarasta við aðstoðarmanninn áður en hann gengur að flokknum dauðum á fleiri stöðum en á Akranesi.


mbl.is Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið fréttamat

Á sama tíma og allir vefmiðlar eru uppfullir af fréttum af ummælum aðalhagfræðings Seðlabankans í viðtali við Þýskt blað þegir mbl þunnu hljóði.   Ef fréttin samrýmist ekki skoðunum ritstjórans er hún ekki frétt og kemur þar af leiðandi lesendum mbl ekkert við.

Þetta gerist á sama tíma og allir eru sammála um þörfina fyrir dýpri og málefnalegri umræðu um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna þá þegir mbl.  Það er ekki skrýtið að lesturinn fari niður, þjóðin hefur aðgang að upplýstri umræðu og lætur ekki lengur mata sig á fréttum og fréttaskýringum sem henta skoðunum afdankaðra ritstjóra.

fréttir af umælum Arnórs Sighvatssonar má sjá hér og hér og hér svo dæmi séu tekin.


mbl.is Krónan veikist um 2,21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrot frjálshyggjunar

Þessar hugmyndir frá ungum þingmanni Sjálfstæðisflokksins eru ekkert annað en gjaldþrot frjálshyggjunnar.   Frjálshyggjan boðar að markaðurinn leiti hagkvæmustu lausna á hverjum tíma.  Aðilar í flutningastarfssemi sem ég hef átt samtöl við fullyrða að strandflutningar séu stundaðar í miklum mæli og meira mæli en á meðan ríkið stóð í því að reka skipafélag.  Markaðurinn er nefnilega að virka og ef það er hagkvæmt að senda vöru á sjó er hún send á sjó.  En ungur þingmaður á atkvæðaveiðum ætlar sér að taka upp ríkisrekna flutningastarfssemi og neyða flutningana með einum eða öðrum hætti út á sjó.    Það mun ekki verða gert nema að til komi umtalsverðar niðurgreiðslur á sjóflutningum, eða að skattheimta á landflutninga verði aukin umtalsvert til að gera sjóflutningana hagkvæmari.   

Þegar skoðað er hvaða vörur eru fluttar um þjóðvegi landsins kemur í ljós að þar er kennir ýmissa grasa.   Dagvara í verslanir fer tæplega á sjó þar sem óhagkvæmt verður að koma við í hverri höfn og fyrir verslunina að liggja með stóra lagera á milli ferða, og að ræsa út mannskap til að taka við sendingum þegar skipin koma.

Fiskur sem fluttur er í stórum stíl fram og aftur þjóðvegina verður tæplega fluttur á sjó.  Forsenda fyrir háu fiskverði er ferskt hráefni og sjóflutningar geta bara ekki keppt við landflutninga þegar kemur að því að flytja fisk á milli markaða og vinnslu eða til útflutnings í flugi.

Olíur og bensín eru að stærstum hluta flutt á sjó í dag og síðan frá höfnum og að afgreiðslustöðvum og það breytist ekkert.

Eftir standa einstaka tilfallandi þungaflutningar, áburður, byggingarvara, hráefni og framleiðsla iðnfyrirtækja á landsbyggðinni.  Ég held að allir þessir aðilar hafi fyrir langalöngu reiknað út hagkvæmustu leið við flutninga og nýti sér hana.

Álögur á landflutninga til að neyða menn af vegunum er bein skattheimta á fyrirtæki og fólk á landsbyggðinni og væri mikil afturför, mönnum væri nær að viðurkenna orðin hlut og bregðast við með átaki í vegagerð og láta markaðinn ráða, hann á við þar sem samkeppni er til staðar og hún er til staðar í flutningum. 


mbl.is Strandsiglingar kall nútímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er á stefnuskrá Framsóknar

Eftirfarandi er úr stefnu Framsóknarflokksins og íhald soppaði á þingi sl. ár og stjórnarandstaðan var ekki til í game. 

Auðlindasjóður verði stofnaður og til hans renni þær greiðslur sem greiddar eru fyrir afnot af þeim náttúruauðlindum sem eru í sameign þjóðarinnar.

Að í stjórnarskrá standi: „Auðlindir Íslands utan eignalanda eru sameign íslensku þjóðarinnar“. Með auðlindum er átt við nytjastofna á Íslandsmiðum, auðlindir á, í eða undir hafsbotninum utan netalaga og náttúruauðlindir í þjóðlendum.

Alþingi setji lög um auðlindasjóð. Auðlindagjald renni í auðlindasjóð. Greiðslur fyrir afnot af auðlindum í eigu eða forsjá ríkisins renni í auðlindasjóð.


mbl.is Íslendingar komi sér upp þjóðarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar leiðir !!!

Hugmynd til að draga úr vægi verðtryggingar:  http://gvald.blog.is/blog/gvald/entry/511170


mbl.is Hugsanleg vaxtalækkun á íbúðalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband