Hagsmunamat
3.6.2008 | 10:32
Það verður auðvitað að friða blessaðan björninn, það má ekki fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Þó svo að það fari kind og kind í ísbjarnarmaga og jafnvel að kall og kall falli fyrir bangsa þá er hér um aðdráttarafl fyrir ferðaþjónustu að ræða og því nauðsynlegt að friða dýrið.... er það ekki?
![]() |
Ísbjörn við Þverárfjall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hókus pókus
3.6.2008 | 10:22
Nú hefur markaðurinn gefið síðustu tilraunum Geirs og Ingibjargar til efnahagsstjórnar einkunn. Falleinkunn. Gengi krónunnar er komið á sama stað og það var áður enn tilkynnt var með miklum lúðrablæstri að gerður hefði verið gjaldeyrisskiptasamningur við seðlabanka Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Hókus pókus aðgerðir ríkisstjórnarinnar virðast frekar vera ætlaðar til að slá ryki í augu fólks og kaupa sér stundarvinsældir í skoðanakönnunum en að um sé að ræða tilburði til að takast á við ástandið og grípa til raunhæfra aðgerða.
Skuldatryggingaálag ríkissjóðs og bankanna er aftur á uppleið og vandséð hvernig þau rök standast að um snilldarbragð hafi verið að ræða hjá Geir að bíða með að gera eitthvað. Það er augljóst að aðgerðir til að styrkja krónuna á markaði og koma í veg fyrir skaða eru ekki mögulegar í stöðunni. Aftur á móti getur ríkisstjórnin auðveldlega haft áhrif ef hún vill.
Hávær minnihlutahópur umhverfisöfgamanna hefur tekið stjórnmálamenn Samfylkingar og Íhalds á taugum og stjórnmálamenn í þessum flokkum þora ekki að takast á við nauðsynlega atvinnuuppbygginu til að tryggja hér atvinnustig, hagvöxt og kaupmátt. Ef ríkisstjórnin þorir ekki á hún auðvitað að sjá sóma sinn í því að fara frá.
![]() |
Krónan veikist um 1,80% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Já sæll
28.5.2008 | 09:50
Veriðið lækkar vegna þess að hækkun á verði dregur úr eftirspurn og á morgun segja þeir að verð hækki vegna þess að lækkun á verði veldur aukinni eftirspurn.
Hver er að spila með hvern.
![]() |
Verð á hráolíu lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að gæta hagsmuna almennings
22.5.2008 | 14:03
Á síðastliðnu hausti varð upphlaup í borgarstjórnarflokki Sjálfsstæðisflokksins sem leiddi að lokum til slita á samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokk og setti af stað alla þá atburðarrás sem við höfum horft uppá allar götur síðan.
Þegar sexmenningarnir í borgarstjórnarflokknum hófu atlögu sína að borgarstjóra var það undir þeim formerkjum að hann hafi tekið ákvarðanir án þess að hafa samráð við hina borgarfulltrúana. Síðar kom þeim í hug sú skýring að útrásarverkefni með opinbert fé samræmdust ekki grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins og að það bæri að fara vel með opinbert fé.
Nú hefur þessi sami borgarstjórnarflokkur staðið að því á stuttum fundi án nokkur samráðs við kóng eða prest að afskrifa þúsund milljóna fjárfestingu Orkuveitunnar í Bitruvirkjun. Ekki voru Akurnesingar eða Borgnesingar, meðeigendurnir, spurðir og ekki var beðið með ákvörðunina eins og einn fund til að fara yfir stöðuna sameiginlega. Nei þeim lá svo á að það var bara drifið í því að henda aurunum út um gluggann og Samfylking og Vinstri græn fögnuðu framtakinu alveg sérstaklega í bókun.
Nú berast af því fréttir að kannski sé hægt að draga úr skaðanum, það gætu verið kaupendur að verkefninu og þannig fengist kannski eitthvað upp í þúsund milljónirnar til að draga úr skaða Orkuveitunnar og almennings af frumhlaupinu.
Það er ljóst að Sveitarfélagið Ölfus vill virkjun og þau atvinnutækifæri sem henni fylgja, og varla getur það talist siðlegt að Reykjavík, Akranes og Borgarnes sitji á landi og gögnum sem koma í veg fyrir það að Ölfusingar geti ráðstafað landi innan eigin sveitarfélags að vild. Tala nú ekki um þegar það getur orðið til þess að bjarga allt að þúsund milljónum í hús sem annars hefðu tapast.
Þá væri í raun það eina sem hefði tapast væri mögulegur hagnaður Reykvíkinga, Akurnesinga og Borgnesinga af Bitruvirkjun en látum það liggja á milli hluta. Það verða bara aðrir sem fá hann, einhverjir sem eru svo heppnir að hafa ekki fljótfæru sexmenninga úr Sjálfstæðisflokknum til þess að klúðra málum. Og þá er nokkuð víst að honum verður betur varið.
Geir fer með gamanmál
21.5.2008 | 14:49
Vilji Alþingis til hvalveiða er skýr og kemur fram í þingsályktun. Það er hlutverk ríkisstjórnar ( í heild ) að fara að og framfylgja vilja Alþingis. Þegar gripið var til niðurskurðar á þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári lögðu vísindamenn eindregið til að hluti mótvægisaðgerða væru auknar hvalveiðar. Ríkisstjórnin kynnti mótvægisaðgerðir síðastliðið haust og þar kom fram að auknar hvalveiðar ættu að vara hluti mótvægisaðgerða. Nú er komið í ljós að hálf ríkisstjórnin hirðir ekki um meirihlutavilja Alþingis og stendur ekki við boðaðar mótvægisaðgerðir.
Um þetta telur forsætisráðherrann rétt að segja bara brandara.
Þetta er vanvirðing við þingræðið í landinu
![]() |
Tvær ríkisstjórnir við völd? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vonandi vanda menn sig nú aðeins
21.5.2008 | 09:33
Hvað er milljarður milli vina
21.5.2008 | 09:31
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur tók ákvörðun um að ekki verði byggð háhitavirkjun við Bitru. Þessi ákvörðun er tekin á stjórnarfundi OR án undangenginnar umræðu í borgarstjórn og bæjarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem eiga OR með Reykvíkingum. Virðing meirihlutans í stjórn OR fyrir fjármunum skattgreiðenda er greinilega ekki mikil þessa dagana.
Síðast liðið haust settu sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins meirihlutastarf með Framsóknarflokknum í uppnám sem endaði með slitum vegna þess að þeir töldu að ekki bæri að hætta fé Orkuveitunnar í áhættufjárfestingar í útlöndum. Sexmenningarnir kvörtuðu undan ónógri kynningu og samráði þeirra sem sátu í stjórn OR.
Niðurstaðan er sú að í REI sitja nú starfsmenn og horfa á tækifærin líða hjá. REI er vel kynnt fyrirtæki sem býr yfir eftirsóttri þekkingu. Erlendis er mýmörg tækifæri til þess að flytja út hugvit og verkþekkingu og afla tekna fyrir þjóðarbúið. Vandinn er bara sá að enginn veit hvert á að stefna. Starfsmennirnir vita ekki þegar þeir vakna til vinnu að morgni hvort stefnan í dag er í norður eða suður.
Nú er einn þessara sex menninga orðinn stjórnarformaður OR og þá er lítið mál að afskrifa eins og 1.000 milljónir í fjárfestingu við undirbúning og rannsóknir Bitruvirkjunar svona á klukkutíma fundi og án alls samráðs og umræðu.
Það má til gamans geta þess að það koma um 400 manns á dag að skoða Hellisheiðarvirkjun, hvað ætli það komi margir á Ölkelduháls? Hestamaður sem fer mikið þar um efast um að það sé að jafnaði mikið meira en 1 - 2% af þeim fjölda sem skoðar virkjunina. Svo rökin um að ferðaþjónusta geti komið í stað virkjana er ansi hæpin og menn þar á fullkomnum villigötum.
Er nema von að borgarbúar hafi misst allt traust til borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins ?
Matvælaverð 64% hærra en í Evrópu
20.5.2008 | 16:02
Könnun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að matvælaverð á Íslandi er 64% hærra en á Íslandi.
Þessar tölur hljóta að vekja alla þá sem fjalla um samfélagsmál til umhugsunar. Það er ekki hægt að skýra þennan mun með einungis fjarlægð eða smæð markaðar. En eflaust má skýra hluta af honum með íslensku krónunni, og vaxtastiginu á íslandi. Fákeppni á líka hlut að máli, nú og hlutfallslega hár launakostnaður á Íslandi er líka orsök.
Hér bítur hvað í annars skott, launakostnaður verður að vera hár til þess að launamenn eigi fyrir afborgunum og vöxtum og í sig og á. Hár launakostnaður kemur fram í hærra matvælaverði sem svo kemur fram í hærri vísitölu, sem hækkar svo afborganir og vexti sem kallar svo á hærri launakostnað.
þegar stýrivextir eru hækkaðir til þess að slá á verðbólgu fer hluti hækkunar beint út í verðlagið og framkallar einmitt verðbólgu. Við erum komin í vítahring sem minnir óneitanlega mikið á víxlhækkun verðlags og launa hér á árum áður. Það er ekki auðvelt að brjótast út úr þessum vítahring en bent hefur verið á þá leið að leggja af krónuna.
Hátt vaxtastig er m.a. tilkomið til þess að verja lítinn gjaldmiðil eins og krónuna fyrir áföllum og til þess að skapa á henni traust. Um leið og krónan leggst af og nýjar skuldbindingar verða í evrum fjara verðtryggingin út og hættir að virka sem spírall sem fóðrar verðbólgu.
Sú kaupmáttaraukning sem verður við það að verð á matvælum lækkar og það dregur úr vaxtabirgði heimilanna getur verið grunnur að nýrri þjóðarsátt og nýrri sókn í íslensku atvinnulífi.
Þeir sem tala fyrir því að halda upp á krónuna verða að benda á leiðir út úr þessum vítahring og hvernig hér á að byggja upp varanlegan stöðugleika með krónunni. Það nægir ekki að hanga í þeirri tálsýn að íslenska krónan sé hagstjórnartæki sem við höfum eitthvað um að segja.
Atburðir undanfarinna vikna hafa sýnt það svart á hvítu að við ráðum ekki ferðinni þegar kemur að skráningu krónunnar á markaði.
![]() |
Verð á mat 64% hærra en í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hókus pókus
20.5.2008 | 10:40
![]() |
Krónan veikist og Úrvalsvísitalan lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |