Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Samstaðan í minnihlutanum er á undanhaldi

Það liggur nú fyrir að eftir fáránleg fagnaðarlæti Samfylkingar og VG korteri eftir að úrskurður Skipulagsstofnunar lá fyrir er engin málefnalega samstaða í minnihlutanum í borgarstjórn um orkumál og atvinnumál.   Atvinnumál eiga eftir að vera stóru málin í haust þegar atvinnulífinu fer að blæða undan aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar.  

Þá er mikilvægt að góðar arðbærar hugmyndir um atvinnusköpun liggi ekki sem hilluvara í gíslingu einnota borgarstjóra.   Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er mikil og völdin dýru verði keypt ef ekki verður leitast við að koma Bitruvirkjun í gegnum borgarstjórn.   Þá verða það fyrirtækin og fjölskyldurnar í landinu sem fá reikninginn fyrir einnota borgarstjórann.

Það verður svo fróðlegt að sjá Sjálfstæðisflokkinn ganga til kosninga eftir 2 ár búna að vera í gíslingu einnota borgarstjórans í 2 ár.


mbl.is Segir ljóst að Birtuvirkjun hafi verð slegin af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En sumir telja sig ríki í ríkinu

sjá nánar hér
mbl.is Vegagerðin hagar sér ekki eins og ríki í ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að dæma sig úr leik í umræðunni

Umhverfissinnar og náttúruverndarfólk hefur ítrekað dæmt sig úr leik í umræðu um náttúruvernd.  Það má fullyrða að framganga þessara aðila einmitt vegna vegagerðar á þessum þremur stöðum, um Gjábakka, Teigskóg og við Dettifoss hafi átt stóran þátt í því. 

Vegagerðin hefur farið með vegina í gegnum lögformlegt ferli og niðurstaða er fengin, en það er eins og að ef niðurstaðan er ekki samkvæmt rétttrúnaði umhverfissinna sé ástæðulaust að una við hana.

Það er synd að helstu talsmenn náttúrunnar á Íslandi hafa haga málflutningi sýnum með þeim hætti að fjöldi fólks er hætt að hlusta eftir þeirra skoðunum, og forðast að hafa við þá samráð um nokkurn hlut þar sem það virðist hvort sem er alveg tilgangslaust.

Vonandi eiga eftir að veljast málefnalegri einstaklingar til forystu í samtökum um náttúruvernd, einstaklingar sem hægt er að ræða málin við og komast að skynsamlegri niðurstöðu.  Ég tel að þessi skotgrafahernaður sem tíðkast í dag væri ekki til staðar væri jafnvel búið að finna málamiðlun um vegstæði sem allir væru sáttir við í einhverjum af þessum þremur tilfellum.


mbl.is Sakar samgönguráðherra um skilningsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður líttu þér nær

Björn Bjarnason skýtur sig laglega í fótinn í dagbókarpistli 21.07.2008 á vefsíðu sinni í dag.  (sjá hér) Þar segir Björn m.a.

"Seðlabankastjórinn líkir sem sé Írlandi, Spáni og Portúgal við Missouri, Kaliforníu og Texas í Bandaríkjunum og segir bandaríska seðlabankann aldrei mundu haga ákvörðunum sínum með hagsmuni þessara ríkja innan Bandaríkjanna að leiðarljósi - hið sama eigi við evrópska seðlabankann, hann verði að hafa háleitari markmið en huga að hagsmunum einstakra þjóðríkja.

Hvað skyldu málsvarar íslenskrar evruaðildar segja um þessa afstöðu?"
Á móti má spyrja Björn hvað hefur breyst síðan hann lagði til að semja um evruaðild án þess að ganga í Evrópusambandið?   Það er ótrúlegur hringlandaháttur í öllum málflutningi Sjálfstæðismanna þegar Evrópumál eru annarsvegar.   Meinti Björn eitthvað með útspilinu um daginn, eða var verið að drepa málinu á dreif eins og þeir gera sem eru rökþrota?  Það má líka spyrja Björn að því í framhaldi af þessar spurningu hér að ofan, hvaða álit hann hefur á útspili forsætisráðherra um að taka frekar upp dollar en evru?  Hann gerir lítið úr formanni sínum í þessum pistli og hittir sjálfan sig og Geir fyrir.   Skýtur sig og sinn helsta samherja í fótinn.  
Þetta er íhaldið í dag.

Útlendingastofnun - ekkert samræmi í afgreiðslum.

Nú hefur Útlendingastofnun gefið út yfirlýsingar í þessu máli sem eru í einu orði sagt hlægilegar.  Það þekkja allir sem hafa átt eitthvað saman við þá stofnun að sælda að afgreiðsla erinda fer frekar eftir því á hverjum þú lendir, eða í hvernig skapi viðkomandi er, eða hverja þú þekkir, en einhverjum samræmdum reglum.

Er ekki krafa dagsins í dag sú að Ríkisendurskoðun geri á stofnunni úttekt.  Úttekt þar sem farið er í saumana á erindum til stofnunarinnar og hún láti rökstyðja málsmeðferð og afgreiðslu.  Ég hef heyrt af mýmörgum dæmum um mismunandi afgreiðslur, mismunandi körfur um upplýsingar og eyðublöð sem þarf að skila.   Flýtiafgreiðslum sem sumum standa til boða, og öðrum ekki.  Ég hef heyrt um fólk sem átti í baráttu við stofnunina í marga mánuði, síðan var þeim bent á að tala við mann úti í bæ sem þekkti til og þá var erindið afgreitt á tveimur dögum.

Þeim sem ég hef rætt við um Útlendingastofnun ber saman um að þarna sé eitthvað mikið að. 

Krafan er: 

1. Paul Ramses heim og tryggjum honum sanngjarna málsmeðferð.

2. Gerum úttekt á stofnunni og komum hlutunum í lag svo að svona harmleikir endurtaki sig ekki


mbl.is Óvissuástand hjá Paul Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Samfylkingin upp á punt í stjórn?

Hún verður að beita sér, með sýnilegum hætti,  í málinu NÚNA ef hún hefur minnst áhuga á að standa undir nafni sem turn í íslenskum stjórnmálum.
mbl.is Ráðherra viðurkenni mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin, turn? eða kamar ?

það er spurningin
mbl.is Undirskriftarlisti til stuðnings Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Turn eða kamar það er spurningin

Ingibjörgu Sólrúnu var tamt að tala um turnana tvo í íslenskum stjórnmálum fyrir ekki svo margt löngu.  Nú spyr ég, er turninn sem heitir Samfylking svo aumur að hann geti ekkert gert fyrir Paul Ramses.  Ingibjörg segist ekki hafa heyrt af málinu fyrr en í fréttum líklega í gær.   Það var samt búið að óska eftir viðtali við hana um þetta mál þegar í mars.  Látum það nú liggja milli hluta, en nú hefur utanríkisráðherra haft einn og hálfan sólahring til að gera eitthvað í málinu.   Ekkert hefur gerst, Ramses er kominn í vörslu vopnaðra varða á Ítalíu.   Það fer hver að verða síðastur að gera eitthvað í þessu máli og ef Ingibjörgu og Samfylkingunni er alvara með tali um mannréttindi verður að láta verkin tala NÚNA, ekki á morgun, eða í næstu viku eða næsta mánuði.   Þögnin og getuleysið hrópar á okkur.   Eru tveir turnar við stjórn eða bara einn og svo lítill kamar við hliðina ?


mbl.is Fjölskyldu fleygt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra ber hina pólitísku ábyrgð

Ráðherra getur ekki falið sig bak við embættismenn í þessu máli.  Ef embættismennirnir eru svo skynlausir að þeir sjá ekki hvað þeir eru að gera rangt verður auðvitað að skipta þeim út, svo einfalt er það.   Ráðherra ber ábyrgð á stofnunni og gerðum hennar og hún hefur núna misboðið þjóðinni og ef að ráðherrann hefur ekki manndóm í sér til að grípa fram fyrir hendurnar á undirmönnum sínum á hann að standa upp og láta öðrum kjarkmeiri eftir stólinn.

Svo mörg voru þau orð.


mbl.is Ákvarðanir Útlendingastofnunar teknar án samráðs við ráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúður utanríkisráðherra ekki minna

Að gefa út yfirlýsingu um að hún hafi ekki þekkt til málsins er hvítþvottur af ljótustu gerð
mbl.is Mótmæli skipulögð fyrir utan dómsmálaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband