Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ekki slökkviliðstjórinn á Íslandi.

Davíð og stjórnarmennirnir Halldór og Hannes trúa á frjálsan markað og engin afskipti.    Það er ekkert gaman að slökkva eldinn fyrr en húsið logar frá kjallara og uppúr.... bíðum aðeins og kennum aðilum vinnumarkaðarins um.  (það var nýja línan í Kastjljósi)

http://gvald.blog.is/blog/gvald/entry/665756


mbl.is Vaxtalækkanir víða um heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir klúðrar enn

http://gvald.blog.is/blog/gvald/entry/665756
mbl.is Blaðamannafundi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamaður eða Seðlabankastjóri.

Seðlabankastjóri var í athyglisverðu viðtali í sjónvarpinu gær.   Hann koma fram og sagði á mannamáli hvaða hugsun lægi að baki þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til.  Þetta er auðvitað eitthvað sem stjórnmálamenn hefðu átt að vera búnir að gera fyrr.   Þarna kom í ljós hvað Geir Haarde er langt frá því að fara í skóna hans Davíðs sem stjórnmálamaður.

Það var samt ýmislegt sem gerði mig hugsi eftir þetta viðtal.  Davíð Oddsson talaði í líkingum um slökkvilið og brennuvarga.  Hann sagðist hafa varað við brennuvörgunum fyrir 12 mánuðum síðan.  Ef slökkviliðsmaður finnur brunalykt og heyrir í reykskynjara í 12 mánuði án þess að aðhafast getur hann varla gert ráð fyrir að þegar hann loksins mætir til slökkva eldinn séu bara eintóm húrra hróp.

Ef Davíð hafði áhyggjur af umsvifum bankana hversvegna voru stjórntæki Seðlabanka til að draga úr umsvifum þeirra ekki notuð?  Hversvegna var bindiskylda bankana ekki aukin til að draga úr fjármagni í umferð og hefta þá í hömlulausri útrás?

Hegðan Davíðs í gær var nánast ekkert rædd í Kastljósinu, hann komst mjög ódýrt frá því öllu saman.  En því má líkja við að hann hafi sprautað á eld með bensín í slöngunni í stað vatns.  Davíð talar persónulega við sendiherra Rússa um lánveitingu.  Hann hirðir ekkert um að leita staðfestinga á orðum sendiherrans, hann ber fréttatilkynningu bankans ekki undir sendiherrann áður en hún er send út.   Davíð, eflaust í sigurvímu yfir láninu, festir gengið við vísitöluna 175 við opnun markaða. Klukka 10:55 gefur Seðlabankinn út vísitöluna 182, í gærkvöldi stærði Davíð sig af því að vísitalan væri 200 og taldi það árangur.  Sigmar auðvitað nikkaði og meðtók stóra sannleikan gagnrýnislaust.

Vinnubrögð Davíðs gengu frá öllu trausti á bankann og er það staðfest í fréttum í morgun þar sem fram kemur að það er 94% munur á raungengi krónu í dag og óskhyggju Seðlabankastjóra.   Svo reynir hann að bera það á borð fyrir þjóðina að krónan sé hluti af lausn vandans.  Gjaldmiðill sem verður varla gjaldgengur utan Íslands næstu árin.

Seppi Davíðs Björn Bjarnason stekkur fram og geltir í gærkvöldi eftir að húsbóndinn hafði talað og lýsti eftir nýjum rökum þeirra sem telja daga krónunnar talda.  Ég skal koma með ein einföld rök. Eftir aðgerðir fjármálaeftirlits verður fákeppni á Íslenskum bankamarkaði og nauðsynlegt að fjölga starfandi bönkum á Íslandi.   Krónan hefur verið sá þröskuldur sem hefur komið í ver fyrir innkomu  erlenda banka á markað héri og nú verður hún að víkja.

Munurinn á Geir og Davíð kristallast í ástandinu í augnablikinu.  Geir boðar blaðamannafund, sennilega til tala Geirskýrt við þjóðina.  Nú er fundinum frestað og allir mæna hver á annan og spyrja hvað er nú að gerast?   Geir er einkar laginn við að skapa óróa og óvissu, uppnám og vanlíðan hjá fólki.   Geir hefur sagt þjóðinni ósatt ítrekað undanfarið og ætlast svo til að honum sé trúað þess á milli.  

Hann eins og Davíð verða að axla ábyrgð á stöðunni þegar um hægist.


Var fréttatilkynninga Seðlabanka röng?

Hver skyldi nú vera yfir seðlabankasjtóri, las hann ekki jafn afdrifaríka fréttatilkynningu eins og tilkynningu um 700 milljarða króna lán?     Hvaða gloríur þarf Davíð að gera svo að Geir láti hann fara?

Er eitthvað traust eftir til þessara manna?

Davíð skilaðu inn uppsögninni núna.


mbl.is Seðlabankastjóri: Viðræður standa yfir við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu bíddu bíddu

Var gengið ekki fest í morgun?   Er Seðlabankinn svo handónýtt ankeri að það bara rekur í sama horfið aftur í 3 tímum?   Eru nýju stjórnendurnir hjá Glitni sem eru á launum hjá mér og þér að hlunnfara almenning með því að skrá gengið eitthvað annað en Seðlabankinn gaf út í morgun?

Þarf frekari vitnana við, umsókn um aðild að EB og myntbandalaginu er nauðsynleg aðgerð til þess að skapa hér stöðugleika.   Ef Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki handstýrt genginu verandi allt um kring í Seðlabanka og ríkisbanka er ekki til neins að halda lengur í krónuna.  


mbl.is Vefur Seðlabankans liggur niðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

told you so

Vek bara athygli á því að sl. vor benti Guðni Águstsson á þennan möguleika þegar ríkisstjórnin hafði fengið heimild til lántöku frá Alþingi.   Þá töldu Geir og Davíð enga ástæðu til að hlusta á Brúnastaðabóndann.   Þeir hefðu kannski betur gert það?
mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttkynslóðin kaus rangt

Hún kaus krútt í staðin fyrir árangur áfram.  Það var fróðlegt að heyra Óla Björn Kárason ræða um að afnema lög um umhverfismat til þess að koma hjólunum af stað.  

Framsókn boðaði áframhaldandi nýtingu náttúruauðlinda í sátt við náttúruna, og ekki gleyma þvþi að maðurinn er hluti af náttúrunni.  Sú stefna hlaut ekki brautargengi en það er sú lausn sem menn kalla núna eftir.   Það tók 16 mánuði áður en hörðustu íhaldsmenn sáu ljósið og núna er lausnarorðið að afturkalla úrskurð umhverfisráðherra um umhverfismat.   Það er ljóst að afrek Samfylkingarinnar á 16 mánaða stjórnarsetu eru óábyrg fjárlög og skemmdarverk á eðlilegum framgangsmáta framkvæmda við atvinnuuppbyggingu á Íslandi.

 


mbl.is Atvinnulífið fái súrefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin fór bara heima að sofa.

Geir og ríkisstjórnin hljóp frá miðju verki í gærkvöldi og lýsti því yfir að ekkert lægi á.  Núna er neyðarástand vegna þess að ekki var tilkynnt um neinar aðgerðir fyrir opnum markaða í morgun.

Staðan skrifast alfarið á Geir Haarde og ríkisstjórnina.   Allir Seðlabankar Evrópu hafa gripið til aðgerða fyrir langa löngu og ríkisstjórnir hafa undanfarnar vikur verið að grípa til aðgerða og stórir pakkar voru kynntir víðsvegar um Evrópu í morgun. 

Á Íslandi lá ekkert á.   Bankarnir voru með lausnina og ríkisstjórnin trúði þeim fór bara heima að sofa.   Eða var það þannig að menn áttu eftir að koma einhverjum fjármunum undan og bjarga nokkrum flokksgæðingum áður en hægt væri að loka alveg fyrir öll viðskipti?

Geir skuldar þjóðinni skýringar.

 


mbl.is Alvarlegri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja ríkisstjórn

Aðkallandi er að ganga til verka og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot.  Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tilbúin til að leita allra leiða til lausna.

Lausnin er að Samfylking og Framsókn myndi minnihlutastjórn sem VG verji falli.  Ný Stjórn grípi til nauðsynlegra ráðstafana til að rétta við efnahagsmálin.  M.a. að skipt verði um yfirstjórn í Seðlabanka, sótt verði um aðild að EB og myntbandalaginu og óskað eftir stöðugleikasamningi við
Seðlabanka Evrópu.  Greitt verði úr flækjunni með umhverfismat vegna álvers við Bakka og tryggt að hægt verði að ráðast í nauðsynlega rannsóknir á Þeystareykjum næsta sumar og þorskvótinn verði aukinn í 155 þúsund lestir.

Eflaust er þessi upptalning ekki tæmandi til að koma böndum á ástandið eftir aðgerðarleysi íhaldsins.   Þegar búið er að koma böndum á ástandið þarf að boða til kosninga og kjósa til Alþingis og gefa þjóðinni kost á að gefa forystu Sjálfstæðisflokksins einkunn fyrir frammistöðuna undanfarna mánuði.


mbl.is Skýrist á næstu klukkustundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir er vandamálið

http://gvald.blog.is/blog/gvald/entry/662938
mbl.is Geir og Brown ræddust við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband